dirðill fannst í 1 gagnasafni

dirðill, dyrðill k. (17. öld) ‘rófa, dyndill, hangandi dingull; hundsnafn’; sbr. fær. dirðil ‘dyndill, sljór maður og reikull í ráði’, dirla ‘dingla’, hjaltl. derdel ‘hali, rófa’. Nísl. dirðildú (v.l. dirðildúkur) ‘einsk. hengidó eða dinglumdangl’ er líkl. af sama toga. Orð þessi eru líkl. sk. nno. direl k. ‘dingull’, halsdirel ‘trefill’ og dirla s. ‘dingla’, sem gæti bent til upphaflegs i (< e) í stofni þessara orða. En líkleg tengsl við fnorr. aukn. dyrðill og nísl. durður benda þó fremur til upphaflegs u í stofni. En öll þessi orð eru vísast sömu ættar, af germ. *der-, ie. *dher- ‘dingla, skjálfa’. Sjá darra, derra, dirla, durða og dyrðill.