doðrkvisa fannst í 1 gagnasafni

doðra kv. (19. öld) ‘rola; fjörleysi, máttleysi; ættkvísl plantna af krossblómaætt; síðari liður í fuglanöfnum: heydoðra, lækjardoðra’; doðra s. ‘deyfa, dasa’. Sk. doði og duðra. Óvíst er hvort jurtarheitið doðra tekur fremur mið af lögun og lit blómhnappanna eða einhverjum doðaáhrifum plöntunnar, sbr. sæ. dodra ‘hörplanta’, þ. dotterblume ‘hófsóley’. Fuglsheitið -doðra á líkl. við hæglæti eða læðuhátt, sbr. og físl. doðrkvisa fuglsheiti (í þulum). Sjá -kvisa (2).


2 -kvisa kv. † fuglsheiti (í þulum): doðrkvisa. Uppruni óviss og óvíst hvort um eitt samsett orð eða tvö orð, ɔ doðr(a) og kvisa, er að ræða; -kvisa e.t.v. sk. kvisa; s.þ. og kviskra og kvista, og á þá við tíst eða kvak fuglsins. JGrv. getur þess að sig minni að hafa heyrt fuglsnafnið hrísikvisa, en nefnir ekki við hvaða fugl hafi þá verið átt, e.t.v. kvisu eða doðrkvisu.