dogg fannst í 5 gagnasöfnum

doggur -inn doggs; doggar rísa upp við dogg

dogg nafnorð hvorugkyn

rísa upp við dogg

rísa upp til hálfs úr liggjandi stöðu


Fara í orðabók

doggur no kk
hallast upp við dogg
liggja upp við dogg
halla sér upp við dogg
sitja uppi við dogg
sitja við dogg
Sjá 9 orðasambönd á Íslensku orðaneti

1 doggur k. (18. öld, B.H.) ‘uppréttur, sívalur stjaki’; sbr. orðasamb. sitja (liggja, hallast, rísa) upp við dogg ɔ sitja hálfuppréttur (flötum beinum) og hallast upp við e.k. hægindi eða styðjast við olnbogana; rísa þannig upp til hálfs. Orðið doggur er líka haft um þráðardokku og svifaseinan og værukæran mann: sitja eins og doggur ɔ hreyfingarlaus og agndofa; (vera) eins og doggur ‘(vera) hreyfingarlaus, eins og hraukur’. Af þessum toga er líklega lo. doggslegur ‘dauflegur, stirðlegur’ (tæpast < *dokslegur, sbr. dok). Engar beinar samsvaranir við doggur virðast þekkjast í grannmálunum. Þó má vera að nno. dogg ‘trénagli’ heyri hér til. Svo virðist sem upphafl. merk. þessa orðstofns sé ‘(vafinn) stjaki eða brík; dokka eða þráðarkefli’ og merkingarferli og -greining svipuð og í doki, dokka (1) og dokkur, sem eru e.t.v. sömu ættar. Sjá doggast, doggi og dogginn og doggur(2); ath. doggur (3) og dugga (1 og 2) og dokka (1).


2 doggur k. (19. öld) ‘ungur hákarl, stór selur’. Orðið er tæpast (ungt) merkingartilbrigði af doggur (3); líkl. fremur tengt doggur (1), sbr. að fiskum og fleiri sjávarbúum er stundum líkt við staura eða stafi í nafngiftum.


3 doggur k. (17. öld) ‘stór hundur’. Vísast to. úr e., sbr. ne. dog, me. dogge, eða úr gholl. dogge. Uppruni vgerm. orðsins er óviss og umdeildur, en hugsanlegt er að það sé sk. doggur (1 og 2) og eigi í öndverðu við vaxtarlag hundsins, merki stóran og langvaxinn hund, sbr. dugga (2).


dögg, †do̢gg kv. ‘áfall, bleyta á grasi (loftraki sem hefur þést við kólnun og orðið að vatni); ⊙rigning’; sbr. fær. døgg, nno. dogg, sæ. dagg, dugg, d. dug; dögg < *daggwō < *dawwō, sbr. fe. déaw, fsax. dau, fhþ. tou, nhþ. tau (s.m.). Sk. gr. théō ‘hleyp’, thoós ‘fljótur’, fi. dhavate ‘rennur, flóir’. Af dögg er leidd so. að döggva ‘þekja dögg, væta’ (físl. do̢ggva, døggva); sbr. nno. døggja, deggja, sæ. máll. dögga, d. dygge ‘döggva, vökna’.