doggslegur fannst í 1 gagnasafni

1 doggur k. (18. öld, B.H.) ‘uppréttur, sívalur stjaki’; sbr. orðasamb. sitja (liggja, hallast, rísa) upp við dogg ɔ sitja hálfuppréttur (flötum beinum) og hallast upp við e.k. hægindi eða styðjast við olnbogana; rísa þannig upp til hálfs. Orðið doggur er líka haft um þráðardokku og svifaseinan og værukæran mann: sitja eins og doggur ɔ hreyfingarlaus og agndofa; (vera) eins og doggur ‘(vera) hreyfingarlaus, eins og hraukur’. Af þessum toga er líklega lo. doggslegur ‘dauflegur, stirðlegur’ (tæpast < *dokslegur, sbr. dok). Engar beinar samsvaranir við doggur virðast þekkjast í grannmálunum. Þó má vera að nno. dogg ‘trénagli’ heyri hér til. Svo virðist sem upphafl. merk. þessa orðstofns sé ‘(vafinn) stjaki eða brík; dokka eða þráðarkefli’ og merkingarferli og -greining svipuð og í doki, dokka (1) og dokkur, sem eru e.t.v. sömu ættar. Sjá doggast, doggi og dogginn og doggur(2); ath. doggur (3) og dugga (1 og 2) og dokka (1).