doggva fannst í 1 gagnasafni

dögg, †do̢gg kv. ‘áfall, bleyta á grasi (loftraki sem hefur þést við kólnun og orðið að vatni); ⊙rigning’; sbr. fær. døgg, nno. dogg, sæ. dagg, dugg, d. dug; dögg < *daggwō < *dawwō, sbr. fe. déaw, fsax. dau, fhþ. tou, nhþ. tau (s.m.). Sk. gr. théō ‘hleyp’, thoós ‘fljótur’, fi. dhavate ‘rennur, flóir’. Af dögg er leidd so. að döggva ‘þekja dögg, væta’ (físl. do̢ggva, døggva); sbr. nno. døggja, deggja, sæ. máll. dögga, d. dygge ‘döggva, vökna’.