dokra fannst í 1 gagnasafni

dok h. (18. öld) ‘hik, töf; svefnmók, drungi’; dokinn l. ⊙ ‘lasinn, daufgerður’; doka s. ‘dunda, hinkra við; móka’; dokast s. ‘fást við, hangsa við’: d. við. JGrv. tilfærir so. dokra (við e-ð) án frekari skilgreiningar, og í Vasab. B.M.Ó. er tilfærð so. dauka við ‘dunda við’ (lesið danka við í S.Bl.), en sbr. gd. og jó. dogre ‘vera sljór, móka’ og nno. dauke kv. ‘rola, lítilsigld kona’. Upphafl. merk. orðstofnsins virðist vera ‘mók eða drungi’ og líkl. er hann sk. sæ. máll. dåka s. ‘anga, þefja’ og dåka kv. ‘gufa, móða’. Frekari ættfærsla er óviss, en tengsl við lettn. dugains ‘gruggugur, dimmleitur’ og fi. dhvájati ‘gengur, fer’, dhvajá ‘fáni’ og fpers. (avest.) dvaž- ‘blakta’ eru hugsanleg; sbr. og fhþ. tougal ‘dimmur; dulinn,…’ og lettn. dũkans ‘dökkleitur’ (af ie. *dheu-g-, *dhu̯e-g- og *dheu-k-, *dhu̯e-k-). Ath. dúkur, dugga (1) og doggur (1) og dokka (1).