dolgr fannst í 1 gagnasafni

dolg h. † ‘orrusta, fjandskapur’; dolgr k. † ‘fjandmaður, illvættur’; nísl. dólgur k. ‘stórvaxinn og klunnalegur maður, illilegur maður og yfirgangssamur; tröll’. Sbr. fær. dólgur ‘sauðarlegur og klunnalegur maður; heimskingi’, nno. dolg k. ‘stór maður eða skepna; sljór og latur maður,…’, Dvergedolg sverðsheiti, dolga s. ‘slá fast’. Líkl. sk. fe. dolg, mlþ. dolk og fhþ. dolg, tolk ‘sár’ og e.t.v. germ. þjóðflokksheitinu Dulgubini (hinir fjandsamlegu?) og lþ. daljen, dalgen ‘höggva, berja’, mhþ. talgen ‘hnoða’. E.t.v. af sömu rót (ie. *dhel-gh- ‘slá, skera’) og lat. falx, lith. dal̃gis ‘sigð’ (sbr. ie. *dhel-g- í dálkur og *dhel-bh- í -delf(u)r). (Sumir hafa talið að gotn. dulg(s) ‘skuld’ væri af þessum sama toga (‘skuld, sök < sár, víg’, eiginl. ‘sára- eða vígsbætur’), en það er fremur ólíklegt). Bæði nísl., fær. og nno. orðin sýnast hafa orðið fyrir merkingaráhrifum frá öðrum hljóðlíkum orðstofnum, sjá dylgja. (Af dolg er leitt pn. †Dolgfinn(u)r k. og Dolgþrasir, dvergsheiti).