drák fannst í 1 gagnasafni

1 drák kv., dráka kv. † ‘rák, rönd’; sbr. nno. dråk kv. (s.m.), drækja s. ‘leika illa, óhreinka’, sæ. máll. drakig ‘rákóttur, með hvíta hryggmön’. Líkl. sk. fi. dhrájati ‘dregst, strýkst’, dhráj- ‘dráttarafl’, lith. drežóti ‘nudda, mýkja, berja’ og drėžiù, drė̕žti ‘slíta (fatnaði)’. E.t.v. eru fe. dracu ‘kvöl’ og dreccan ‘kvelja,…’ líka af þessum toga og merkingarþróun þá ‘toga > rífa í > slíta’. Ie. *dhreǵ- ‘toga, strjúka’ á e.t.v. skylt við *dh(e)ragh- eða *dh(e)rāgh- í draga. Sjá drák (2), draka, drekka; ath. drók(u)r.


2 drák kv. † ‘tröllkona’ (í gömlum rímum). Orðið merkir e.t.v. silalega og þunglamalega konu; sbr. fær. drák h. ‘svifasein manneskja, töf, dráttur, vanræksla’, nno. dråk kv. ‘löng og löt kona’ og dråk h. ‘duglaus manneskja’. Orðið er líkl. tengt drák (1) og vísar til upphaflegrar merkingar orðstofnsins ‘draga, dragna’. E.t.v. eru ísl. drók(u)r ‘daufingi; jötunheiti’ og nno. drok kv. (< *drakō) ‘netarúlla, dragstokkur, stelpuhnáta’ líka af þessum toga. Ekki er þó útilokað að drák (2), drók(u)r og nno. drok kv. séu af ie. *dh(e)reg-, sbr. *dh(e)re(n)gh- í drangi af skyldum toga. Sjá draka og drók(u)r.