drómundr fannst í 1 gagnasafni

drómund(u)r k. ‘stórt herskip (af grískri gerð); †aukn.’. To. úr ffr. dromont, dromunz < gr. drómōn, eiginl. ‘hlaupari’. Í ísl. heimildum er viðurnefnið, sem leitt er af skipsgerðar-heitinu, látið merkja ‘hinn seinláti’ og er sýnilega tengt við orð eins og dræmur og gæti það og bent til þess að so. dróma ‘drolla’ hefði tíðkast í físl.