drýslast fannst í 1 gagnasafni

drýsill k. (18. öld) ‘lítill maður; smápúki; lítill hnykill eða hnöttur; lítill askur eða nói; netpoki á bjargháf; kvíaær barns eða hjús (mjólkuð sér)’; drýsildjöfull k. (físl.) ‘smádjöfull, púki’; drýslóttur l. ‘ójafn, hnúskóttur (t.d. um dýnu)’; drýslast s. ‘drattast,…’. Orðið virðist ekki eiga sér beina samsvörun í grannmálunum, en er efalítið sk. nno. drjosa ‘drjúpa, sáldrast’ og gotn. driusan ‘falla’, sbr. nno. drysla ‘drjúpa, sáldrast’; upphafl. merk. e.t.v. ‘dropi’ e.þ.h. Sjá drer, dreyri, drusla og drussi.