dralla fannst í 3 gagnasöfnum

dralla drallaði, drallað

dralla s. ‘dratta, slóra; dingla’; sbr. fær. drála, nno. drala, dralla (s.m.), sæ. máll. drälla ‘dratta, detta, molna í sundur’, jó. dralle ‘velta (um smásteina)’, lþ. og holl. dralen ‘slóra’. Sbr. ennfremur jó. dralre ‘vera seinvirkur’, nno. dralta ‘skjögra hægt,…’, sæ. máll. drallta, drällta ‘missa e-ð niður’. Skvt. A. Torp er dralla < *dragalōn sk. draga. Ólíklegt. Sennilegra er að dralla sé < *dral-l-ōn (< *drel-), sbr. nno. og holl. so.; síður < *draz-lōn og þá sk. drasinn (s.þ.). Sjá drella, drolla, drulla (1), drylla og dröllur.


dröllur k. (17. öld) ‘fylgdarmaður, lalli; þung byrði’; sk. dralla og drella og e.t.v. fær. drøltur ‘lítill baggi’.