draugr fannst í 1 gagnasafni

2 draug(u)r k. ‘tré, trjástofn’ e.þ.h. Orðið kemur aðeins fyrir sem síðari liður mannkenninga og merking því ekki fullljós. Ef til vill táknar það upphaflega þurran viðarbol eða trjádrumb og er þá sk. fe. drȳge (< *drūgi-) og holl. droog, fsax. drōgi (< *draugia-) ‘þurr’, sbr. ne. dry (s.m.), sbr. og fe. dréahnian ‘þurrka upp’ (ne. drain) og nhþ. trocken ‘þurr’; e.t.v. fjarskylt drjúgur (s.þ.). Skvt. G. Neckel (1914) er draugur (í kenningum) sk. gotn. driugan ‘gegna herþjónustu’ og lith. draũgas ‘förunautur’ og merkir eiginl. hermann. Ósennilegt og kemur illa heim við mannkenningarnar.