drega fannst í 1 gagnasafni

draga (st.)s. ‘teyma eða toga á eftir sér eða til sín; fresta; ná eða komast e-a vegalengd’; sbr. fær., nno. og sæ. draga, d. drage, fe. dragan, ne. draw ‘toga’; gotn. dragan, ffrísn. draga, drega, fsax. dragan, fhþ. tragan, nhþ. tragen ‘bera’. Líklegt er að merkingin ‘bera’ í a- og vgerm. hafi æxlast af að draga með sér og sé ógild ástæða til að gera ráð fyrir tveim samhljóða en óskyldum eða fjarskyldum so. E.t.v. sk. rússn. doróga ‘vegur’, serbn. drȁga ‘dalur’ og lat. trahō ‘dreg’ (< *dhraghō > *dragō > trahō?) og trāgum ‘dráttarnet’ (ie. *dh(e)ragh- eða *dh(e)rāgh- e.t.v. af *dher- ‘halda’). Af so. draga eru leidd no. drag h. ‘lægð milli hæða, aflíðandi halli; slitþynna á kili eða sleðameiði; (í ft.) vísir, byrjun að e-u’, sbr. fær. drag h. ‘dráttur,…’, nno. drag h. ‘dráttur, landsvæði, sleða- eða kjaldrag’, dragi k. ‘dráttarhlass; slóði; klyfjalest’ og draga kv. ‘dregin byrði, einsk. dragnet; (í ft.) undirbúningur, vísir að e-u’, sbr. fe. dræge kv. ‘dráttarnet,…’, og (v.)so. drega † ‘toga, draga’. Sjá draglast, dragnast, dragsast, dráttur, dregill, dróg, dorg (1), drægja, durga, durla(st), dyrgja (2) og dyrgla(st); ath. drótt (2).


drega (v.)s. † ‘toga, draga’. Sjá draga.