driglublautur fannst í 1 gagnasafni

drigla kv. (19. öld) ⊙ ‘e-ð gegnblautt’: vera driglublautur eða blautur eins og drigla ‘vera rennblautur, gegndrepa’; drigli h. ‘e-ð rennblautt’. Upphafl. merking líkl. blautt heydrýli, sbr. so. að drigla ‘setja hey í drýli’. Uppruni óljós, en líkl. skylt sæ. drägla, drigla ‘slefa, renna hægt’, nno. drigla ‘drjúpa, fara hægt’, e. máll. driggle ‘falla í dropatali’. So. að drigla líkl. < *drigilōn eða *dregilōn. Í nno. kemur líka fyrir drøygla ‘vætla, gefa frá sér vökva,…’, sbr. e. máll. drool ‘seytla,…’, þ. máll. trielen ‘slefa,…’ (< *dreu-l-). Virðist svo sem hér séu á ferð tvær hliðstæðar germ. rætur: *drē̆g- (eða *dreg-) og *dr(e)ug- sem e.t.v. gætu átt e-ð skylt við drjúpa. Eða er drigla e.t.v. < *dregilōn og sk. dregg (1) og lith. drė̕gnas, drėgnùs ‘rakur’? Vafasamt.