drill fannst í 1 gagnasafni

sítekning kv
[Menntunarfræði]
samheiti drill
[skilgreining] Kennsluaðferð þar sem lögð er áhersla á kerfisbundna endurtekningu á hugtökum, athöfnum eða færniþáttum.
[skýring] Sítekning er notuð til að kenna og fullkomna þekkingu, til dæmis í tungumálanámi. Þá felst aðferðin í að sítaka orð, beygingar, setningargerðir og önnur mynstur í málinu og stuðla þar með að sjálfvirkni í að beita þeim (sbr. orðin endurtekning og endurtaka).
[enska] drill