drima fannst í 1 gagnasafni

drima kv. † orrustuheiti (í þulum). Uppruni óviss; stundum talið einsk. afbrigði af þrima ‘gnýr, orrusta’. Ólíklegt. Orðið er annars illa staðfest og lítt fallið til ættfærslu, en gæti e.t.v., ef rétt reyndist, átt skylt við sæ. máll. drämadrunt ‘hár fretur’ og físl. alldræmt: láta alldræmt yfir sér ‘láta vel yfir sér’, og hugsanlega nno. dromsa ‘vera drembinn, berast á’ og drimsa ‘slengja e-u frá sér’; drima væri þá af germ. rót *drem- ‘drynja’ sem væri hliðstæð *dren- í fsax. dreno, fe. drān ‘karlbýfluga’ og ísl. so. að drynja.