drjólast fannst í 1 gagnasafni

drjóli, †drjóll k. (17. öld) ‘stór maður eða skepna, slæpingi; heyvöndull í skinnsokk, stór tóbaksvindill’; sbr. (hljóðverptar orðmyndir eins og) fær. drýlur k. ‘sívalur brauðhleifur’ og nno. dryl k. ‘stór vöndull, stórvaxinn maður, silakeppur’; sbr. ísl. drýll k. og l., drýla kv. og s. og drýli h. (sjá drýla). Orð þessi eru líkl. sk. holl. druilen ‘vera seinn og syfjulegur’ og e.t.v. líka þ. máll. trielen ‘slefa,…’ og e. máll. drool ‘seytla’ og orðsiftin hugsanlega sömu ættar og druði og drútur (s.þ.), en vafasamt um frændlið í öðrum ie. málum. E.t.v. af ie. *dhreu- ‘drjúpa, molna, falla’, sbr. drýsill og dreyri og upphafl. merk. ‘dropi, moli, ögn’; eða af *dh(e)reu- ‘halda föstu’, sbr. fi. dharúṇas ‘sem heldur fast’ og ísl. draug(u)r (2) og drjúgur. Upphafl. merk. væri þá ‘e-ð fast eða samanhnuðlað’ ‒ og frændtengsl við e. máll. drool ‘seytla,…’ og þ. máll. trielen ‘slefa,…’ kæmu vart til greina. Af drjóli er leidd so. drjólast ‘þvælast fyrir; streitast gegn; færa hægt’ og af so. no. drjól h. ‘þrjóska, slór’. Sjá drola, drúla, drúld og drýla; ath. druði og drútur.