drunginn fannst í 6 gagnasöfnum

drungi -nn drunga; drungar

drungi nafnorð karlkyn

þungbúið loft eða andrúmsloft

eftir atburðinn var leiðinlegur drungi yfir heimilinu

það hefur verið drungi og dimmviðri alla vikuna


Sjá 2 merkingar í orðabók

drungi no kk
finna til drunga yfir sér

drungi
[Sjávardýr]
samheiti svartþorskur
[enska] black cod,
[franska] morue charbonnière,
[latína] Anoplopoma fimbria,
[þýska] Kohlenfisch,
[spænska] bacalo negro,
[portúgalska] peixe-carvão-do-Pacífico

drungi k. (18. öld) ‘dimmviðri, þoka, mugga; deyfð, svefnhöfgi’; drungalegur l. ‘þungbúinn (um veður); deyfðarlegur, svipþungur (um fólk)’. Uppruni óljós. E.t.v. sk. nno. drunglen ‘dimmur, mistraður, regngróinn (um loft)’ og drungla s. ‘slóra, slarka’, sæ. máll. drungen, drunken ‘rakur (um jarðveg)’. Frekari ættrakning vafasöm. Hugsanlegt er að orðin séu í ætt við nno. drumla ‘drolla, móka’, drumsen ‘drollgjarn, þyngslalegur, lasinn; dimmur og mollulegur’, e. drumly ‘gruggugur, óljós’, frísn. drummig ‘gruggóttur, óhreinn, myglaður’; e.t.v. < germ. *dru-m-, af sömu ie. rót (*dhreu-) og nno. drjosa ‘sáldra’ og ísl. dreyri; drungi þá < *drum-g-. (Aðrir (E. Lidén 1941a) telja að ofangreind nno. og vgerm. orð séu sk. drumbur (s.þ.). F. A. Wood (1914:70) ætlar að ísl. drungi sé í ætt við lith. drė̕gnas ‘rakur’ og ísl. dregg (1), sbr. einnig lith. drė̕gti ‘vökna’, dreñgti ‘úðarigna, vera suddafullur’. Vafasamt. Sjá drymla).


drunginn l. (17. öld, G.A.) ⊕ ‘drynjandi, rámur’; drungur l. (17. öld) ‘dimmur (um rödd)’ gæti heyrt hér til eða átt skylt við drunginn. Vafaorð; gæti ef rétt reyndist átt skylt við so. drynja, sbr. arm. dṙnćim ‘blása í horn’, fír. drécht ‘ljóð,…’ (< *dhrenk-tā), tokk. A träṅk- ‘tala’, B träṅk- ‘kvarta’.