druntast við fannst í 1 gagnasafni

druntur k. (18. öld) ‘ólund, fýla’; druntast við s. ‘drolla, dunda við’; drunt h. ‘droll, slór’. Sbr. fær. dronti ‘silalegur maður’, nno. drunta ‘slóra, nöldra’, sæ. máll. drunta, drynta, drömta ‘vera seinn, slóra’. Uppruni ekki fullljós; e.t.v. sk. drynja (< *drunitōn?), tæpast tengt drómi eða drymla < *drumitōn (af germ. rót *drem- eða *dru-m-). Tengslin við drynja eru sennilegust, sbr. fær. drunsla ‘vera svifaseinn, dragast aftur úr’, nno. drunsa ‘stíga þungt til jarðar, dragast aftur úr’. Sjá drundi.