drymbil fannst í 3 gagnasöfnum

drymbill -inn drymbils; drymblar við settumst hjá drymblinum

drumbill, drymbill k. (18. öld) ‘dordingull’. E.t.v. sk. nno. drumbe ‘stór vespa’, drumbemælt ‘holraddaður’, e. máll. drumble-d(r)one ‘hunangsfluga’, sæ. máll. drumba ‘drynja, rymja’, lþ. drumsen ‘baula lágt’ og e.t.v. jó. drum ‘dimmt og holt hljóð’. Orðsift þessi hefur yfirbragð hljóðgervinga, en gæti þó verið rótskyld drjóni. Ísl. orðið gæti og verið smækkunarorð af drumbur (s.þ.), sbr. dordingull, en ekki er ráðlegt að skilja það frá hinum norr. og germ. orðunum.


drymbi h. (18. öld), drymbini h. (nísl.) ‘kybbi, trjádrumbur, stór og ólögulegur hlutur’; drymba kv. † ‘grófgerð flík’; drymbill k. ‘stórt hrútlamb; drembinn maður’; drymbil- forliður um e-ð stórvaxið eða hrokafullt. Sbr. fær. drymbingur k. ‘svifaseinn maður, stór hundur’. Sk. drumbur (s.þ.).


drymbill k. ‘dordingull’. Sjá drumbill.