drymla fannst í 1 gagnasafni

drymla s. (19. öld) ‘gruggast (um vatn), móskast, verða dimmur (um loft); (hálf)stíflast, t.d. af sandfoki (um ár)’; sbr. örn. Drymla. Sennil. sk. nno. drumlen ‘syfjulegur; mistraður (um loft)’, e. drumly ‘gruggaður’, lþ. drummelig, drummig ‘myglaður’. Uppruni þessarar orðsiftar óljós. Skvt. A. Torp < germ. *dru-m-, af sömu rót (ie. *dhreu-) og nno. drjosa ‘sáldrast’, gotn. driusan ‘falla’; sjá dreyri; (drymla þá < *drumliōn). Vafasamt; e.t.v. fremur sk. drumbur og drymbill (< *drymbla). Sjá drumbur, drymbi; ath. drungi.