duðlítill fannst í 1 gagnasafni

duðlítill l. (18. öld) ‘mjög lítill’. Sjá dulítill.


dulítill, duðlítill, durlítill l. (18. öld) ‘agnarsmár, dukunarlítill’. Uppruni óljós, en hugsanlegt að orðið sé leitt af dul (s.þ.), < *dul-lítill, eiginl. ‘svo smár að erfitt er að greina’, sbr. dukunarlítill. Orðið er e.t.v. myndað með hliðsjón af dálítill (s.þ.). Óvíst er hvernig víxlmyndir eins og duðlítill og durlítill eru tilkomnar.