dubl fannst í 1 gagnasafni

2 dufl, dubl h. ‘teningsspil, fjárhættuspil; hrekkjabrögð; daður, drabb’; dufla s. ‘leika teningsspil, spila fjárhættuspil; daðra’. Sbr. físl. dubla s. ‘varpa teningum’, fgotl. dufla (s.m.), nno. dubla ‘eyða, sóa’, sæ. og d. dobbel ‘teningsspil’. To. úr mlþ. dob(b)el, sbr. mhþ. top(p)el, nhþ. doppel ‘teningsspil’ og þ. máll. dob(b)el ‘teningslaga hlutur’. Uppruni óljós. Sumir telja dufl germ orð < *dubbala- ‘teningur’, sk. lþ. dovel ‘trénagli, tappi’, gr. týphos ‘fleygur’ (Hesych.), sbr. deviki og dubba (2), aðrir að það sé ættað úr lat., sbr. lat. duplus ‘tvöfaldur’ og merki í öndverðu ‘að leggja tvöfalt undir’ e.þ.u.l. Vafasamt er hvort ísl. dufla í e-u ‘róta í e-u’ er af þessum toga, það gæti eins vel verið sk. dufl (1) og dúfl og dúfla, sbr. nno. dubla ‘reika í spori (um krakka)’.