dufþakur fannst í 2 gagnasöfnum

Dufþak(u)r k. † karlmannsnafn úr fír. Dubthach, forliður vísast fír. dub(h) ‘svartur, dökkur’, sbr. Dufan og Dufgus, viðliður -thach í óvissri merk. Sérn. Dufþak(u)r hefur verið gert að samn. dufþakur og fengið merkinguna ‘nirfill’, (sbr. Orms þátt Stórólfssonar) og af eiginnafninu eru leidd staðarnöfnin Dufþaksholt, Dufþaksskor og Dufþekja.