dugall fannst í 1 gagnasafni

duga s. ‘gagna, tjóa; hjálpa; reynast duglegur; nægja’; dugur k. ‘atgervi, atorka’; dugnaður k. ‘atorkusemi, hjálp, aðstoð; †dyggð’. So. duga er veik ēn-so. í norr. málum, sbr. fær., nno. og sæ. duga, d. du(e), en nþl.so. í vgerm. og gotn., sbr. fe. déag, fhþ. toug, gotn. daug ‘dugir’ (1. og 3.p.et. í nt.), sbr. ennfremur nhþ. taugen ‘duga’. Uppruni ekki fullljós en líkl. sk. lith. daũg ‘mikið’, rússn. dúžij ‘sterkur’ og fír. dúal (< *duglo-) ‘hæfilegur’, gr. týkhē ‘happ, heppileg tilviljun,…’ og e.t.v. fi. dógdhi ‘mjólkar’. Sbr. einnig fsax. ā-dōgian ‘standast,…’, fe. gedíegan ‘þola, endast’ (< *daugian), fhþ. tuht ‘dugur, þróttur’ og e.t.v. gotn. dauhts ‘gestamáltíð, veisla’ og nno. udôtt ‘hyski, óværa’. Sjá dyggur. Af duga eru leidd lo. dugall og dugandlegur.