dukunar dulítill fannst í 1 gagnasafni

dukuna(r)lítill, duggunarlítill l. (18. öld) ‘agnarlítill, mjög lítill’. Einnig kemur fyrir dukunar dulítill, dokunarlítill og duggu-duggu-lítill í sömu merk. Uppruni allsendis óljós; dukunar- virðist elsta mynd þessa forliðs og sýnist vera ef. af *dukun kv. sem ætti þá að eiga við e-ð sérlega smátt eða hverfandi lítið og vera dregið af so. *duka, sem engar heimildir eru annars um, en gæti hugsanlega átt skylt við fhþ. tūchan, holl. duiken ‘kafa, sökkva, hverfa undir yfirborðið’. Vafasamt. Sjá dúkönd.