dull fannst í 1 gagnasafni

dulla s. (17. öld) ‘hræra eða blanda saman; dútla, dunda við vinnu; ríða hægt; þvaðra, bulla’; dull h. ‘dútl, verkleysa; hæg reið, linur róður; vot fataplögg’; dullari k. ‘seinn og verklítill maður’; dulluvaskur k. (s.m.). Sbr. nno. dulla ‘dútla við, handfjalla, vöðla saman, ganga hægt, tifa’, dull ‘fataböggull’ (sbr. sæ. máll. dul ‘samanvöðlað tau’?). Sk. dalla (2) og dilla (3). Upphafl. merk. orðstofnsins er ‘að dingla eða sveifla(st)’ e.þ.u.l.