dummadó fannst í 1 gagnasafni

dumma s. (17. öld) ‘fara hægt, vera doðalegur; danka lengi’: láta e-ð d. ‘láta það eiga sig, láta það slarka’; dumma er líka haft um að raula við smábörn til að svæfa þau, sbr. dummadó einsk. svefngæluorð (við börn). Orð þessi eru líkl. rótskyld dumbi og dumbur (s.þ.), en hafa fengið einsk. hljóðgervingamynd og -inntak. Líklega er dums h. ‘seinlæti’, sbr. nno. dumsen ‘sljór, lasinn’ líka af þessum toga. Um dummadó h., sbr. svefngæluna dó, dó og dumma. Sjá do.