dusa fannst í 2 gagnasöfnum

dusa s. (17. öld) ‘lúta niður, bæla sig og anda eða blása (frá sér)’; sbr. fær. dusa ‘dútla, dunda við’ og nno. dussa (s.m.). Sk. dos og dúsa (3), dusi, dusill og dusla, af ie. *dheu-s-, *dhu̯e-s- ‘blása, rjúka, ryka,…’ sem ýmsar breytilegar merkingar gátu kvíslast frá.


dusi k. ‘piltungur; meðalstór hákarl’; dusalegur l. ‘letilegur,…’; dusill k. ‘tuska, dula; mannleysa; †eldsheiti í þulum (líkl. falinn eldur eða daufur logi)’; sbr. dusil- forliður í niðrandi merk., t.d. í dusilmenni, dusilhross. Líkl. er dusungur, dúsungur k. ‘seinlátur en seigur maður’ af þessum sama toga; sbr. og nno. dusen ‘doðalegur, drungalegur’; annars virðist annað tákngildi orðstofnsins ɔ ‘e-ð þétt, samanvöðlað eða flækt’ koma fram í sumum fyrrnefndra orða eins og t.d. dusill ‘tuska, dula’. Sjá dusla, dusa, dúsa (3 og 4); ath. dúsa (1 og 2).