dyggva fannst í 1 gagnasafni

dyggur l. ‘trúr, traustur, tryggur, góður’; sbr. fær. dyggur (s.m.), nno. dygg ‘duglegur, sterkur, áreiðanlegur’. Lo. dyggur er beygt sem wa-stofn að fornu, sbr. ao. †dyggva, en það er tæpast upphaflegt heldur áhrif frá tryggur, og dyggur því ekki < *dewwia-, heldur < *dugja-, sbr. so. að duga. Af dyggur er leitt no. dyggð kv., sbr. fær. dygd, nno. og sæ. dygd, d. dyd ‘dáð, dyggð’. Sbr. ennfremur fe. duguð, fhþ. tugund, nhþ. tugend (< *dugunþi-). Orðið dyggð hefur (í kristnum sið) sætt nokkrum merkingaráhrifum frá lat. virtus. Sjá duga. Af dyggur er leitt pn. †Dyggvi.