dykur fannst í 1 gagnasafni

dyk(u)r k. † ‘dynur, hávaði’; sbr. líkl. nno. dykja ‘slá; fleygja hart niður, knýja fast áfram; gorta,…’, sæ. máll. duka ‘skarka, hávaðast’, doka ‘slá ákaft, fleygja hart’, dyka (st.so.) ‘ærslast, hafa hátt, deila’, e.t.v. líka fær. díkja, dýkja ‘slá, keyra áfram’. Hugsanl. sk. mhþ. tocken ‘hviklyndi’, tokzen ‘vera á iði, riða’, tuc (ef. tuckes) ‘snögg hreyfing, illur hrekkur’, fi. dhvájati ‘fer, gengur’. Sjá doki og dúkur; rótskylt dýja; (dyk(u)r tæpast s.o. og dynkur (með brottföllnu n-i)).