dylma fannst í 1 gagnasafni

dylma s. ‘sýna léttúð’: d. yfir e-ð ‘fara ógætilega með e-ð’; dylminn l. ‘kærulaus, hugsunarlaus, léttúðugur’. Sbr. nno. dolma ‘móka; lygna’, dolmen ‘doðalegur; mollulegur’, sæ. máll. dolma ‘móka, dotta’, d. dulme ‘móka, morra; draga úr, lygna’, frísn. dulmen ‘liggja í móki’. Sbr. ennfremur fsax. dwalm, fhþ. twalm ‘deyfing, dá’, gotn. dwalmon ‘vera heimskur, ærast’. Sjá dvali, dul og dylja.