dymbildægur fannst í 1 gagnasafni

dymbill k. ‘trékólfur í bjöllu eða kirkjuklukku; tréhringla (notuð við dans); fjórörmuð ljósastika (með tólf kertum á); hljóðdeyfir (nýyrði)’; sbr. sæ. máll. dymbel ‘trékólfur í klukku’. Oftast talið sk. dumbur ‘þögull, mállaus, hljóðdaufur’, en gæti eins verið í ætt við demba (2) og dumpa og eiginl. merking þá ‘slagkólfur’. Af dymbill er leitt dymbildagar, dymbildægur ‘þrír næstu dagarnir fyrir páska’ og dymbilvika ‘páskavika’, sbr. fær. dymbildagavika, sæ. dymmelvecka, d. dimmeluge (en þá skyldi hafa dymbil í kirkjuklukkum svo að hringingin yrði lágvær og með sorgaróm). (Giskað hefur verið á (Á.B. 1987:127) að dymbill væri (ummyndað) to. úr lat. tintinnābulum ‘bjalla’).