dyntr fannst í 1 gagnasafni

dynta s. ‘rugga, hossa; tjasla, dytta að’; sbr. nno. dynta ‘smáhnippa í; vagga í gangi,…’; dyntur k. ‘smáhögg, rugg, hristingur; duttlungur’; dynta kv. og dynt(u)r k. fnorr. aukn.; dyntinn l. ‘skrautgjarn, hégómlegur’, dyntóttur l. ‘mislyndur; köstóttur’. Sbr. nno. dunt ‘högg, hrinding’, hjaltl. dunt ‘slá, dumpa’, sæ. máll. dunta ‘hnippa í, berja’, fe. dynt ‘högg’. Orðsift þessi er eflaust sk. dengja, denta, detta og dyttur (< *dunti-), en óljóst hvort dyntur er ósamlöguð víxlmynd við dyttur og so. dynta nafnleidd, eða dynta s. < *dunatjan, *dunitjan og no. dyntur sagnleitt. E.t.v. er fno. dyntill aukn. sömu ættar.