dyrr fannst í 1 gagnasafni

dyr, †dyrr kv.ft. (þgf. og ef. ft. oft durum, dura; einnig dyrr †h.ft.) ‘inngangur í hús, hurðarop; ⊙hurð’ (< *duriz); -dyri h. í samsetn. eins og anddyri og fordyri. Sbr. fær. og nno. dyr, sæ. dörr, d. dør, fe. duru, fsax. duri, duru, fhþ. turi, gotn. daur h. ‘hlið’ og daurons kv.ft. ‘vængjahurð’. Sbr. ennfremur lat. forēs, gr. thýrā, fi. dvá̄raḥ ‘hlið, dyr’, fsl. dvĭri ‘dyr’, dvorŭ ‘hús, garður’, lith. dvãras ‘herragarður’, dùrys (ft.), fír. dorus ‘dyr’, tokk. B twere (s.m.). Orðið er samie., en ætterni að öðru leyti óljóst og eins hvort það átti í öndverðu fremur við dyraumbúnað eða dyra- (eða tjald-) opið sjálft. Sjá hurð.