eða fannst í 5 gagnasöfnum

hvort eð er; þar eð (sjá § 2.7 í Ritreglum)

eða duga eða drepast; fyrr eða síðar

samtenging

ósjálfstæður liður í samböndunum 'hvort eð er' og 'þar eð'


Fara í orðabók

eða samtenging

samtenging, er milli tveggja kosta eða möguleika (getur tengt allar tegundir liða (nafnliði, lo-liði, ao-liði, aðalsetningar og aukasetningar)

má bjóða þér kaffi eða te?

ég man ekki hvort peysan hans var rauð eða blá

hann er of seinn í dag eða hann er kannski veikur

ég vona að það verði sólskin í dag eða að það rigni að minnsta kosti ekki

eða þá

sama merking, en skarpari valkostir eða möguleikar


Fara í orðabók

Þegar tveir liðir eru tengdir með og/eða er merkingin sú að það sem um er rætt taki til beggja liða eða annars hvors. Setningin móðirin og/eða faðirinn verða að vera viðstödd merkir því að annaðhvort verði móðirin og faðirinn bæði að vera viðstödd eða eingöngu annað þeirra.
Í staðinn fyrir og/eða er stundum hægt að segja annar hvor eða báðir. Fyrrnefnd setning gæti þá hljómað eitthvað á þessa leið: annað hvort eða báðir foreldrarnir verða að vera viðstaddir.

Lesa grein í málfarsbanka

st. (tvfn.) í samb. þegar eð, hvort eð, sbr. et, at. E.t.v. svara , et til gotn. ita (hvk. af fn. is), sbr. fgotl. et. Víxlmyndin at hefur e.t.v. fengið a frá hinni alm. undirtengingu at, sbr. fsæ. æt: þæt.


eða st., sbr. iþa (á frnorr. rúnaristu), fd. æthæ, æth, fe. eðða, fhþ. eddo, gotn. aiþþau, e.t.v. < *eþ-þau, sbr. gotn. ‘en’, lat. et ‘og’, gr. éti ‘auk þess’ og *þau, sbr. þó (s.þ.). Sbr. ennfremur fe. og fsax. oððe, fhþ. odo, nhþ. oder (s.m.;~hljsk.). Yngri mynd af eða er eður, samræmismynd, sbr. með: meður, við: við(u)r; (þþ > ð (en ekki tt) vegna lítillar áherslu).