ef fannst í 4 gagnasöfnum

ef 1 -ið efs mér er þetta mjög til efs

ef 2 ef til vill

ef samtenging

samtenging í upphafi skilyrðissetningar

þú færð kaffi og köku ef þú mokar tröppurnar

ég verð of sein ef strætó kemur ekki fljótt

ef þú lendir í vandræðum skaltu hringja í mig

ef veðrið verður gott ætlum við út úr bænum


Fara í orðabók

ef nafnorð hvorugkyn

mér er til efs að <hann trúi þessu sjálfur>

ég efast um að ...


Fara í orðabók

ef no hvk
það er án efs að <S>
það er ekki til efs að <S>
það er utan efs að <S>
án efs
<mér> er til efs að <hann trúi þessu sjálfur>
Sjá 8 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Mælt er með eftirfarandi samtengingum, a.m.k. í rituðu máli (og formlegu tali): ef, hvort, sem. Síður: „ef að“, „hvort að“, „sem að“.
Aftur á móti eiga tengingarnar: því að, þó að, svo að ávallt vel við og hafa verið taldar vandaðra mál en „því“, „þó“, „svo“.

Lesa grein í málfarsbanka


Þegar setning byrjar á ef (skilyrðissetning) getur háttur sagnarinnar farið eftir því hvort notuð er nútíð eða þátíð.
Í nútíðarsetningum er að jafnaði framsöguháttur: Hann kemur ef hann getur (ekki: „ef hann geti“). Þeir vilja fara ef það er hægt (ekki „ef það sé hægt“). Þegar sagnirnar segja, telja o.fl. koma á undan skilyrðissetningum má nota viðtengingarhátt: Hann segir að þetta versni ef kólni (eða kólnar) í veðri. Hún telur að ef ekki dragi (eða dregur) til tíðinda í kvöld verði ekkert úr þessum áformum.
Í þátíð er hafður framsöguháttur eða viðtengingarháttur allt eftir merkingunni. Sami hátturinn er þá hafður bæði í aðalsetningu og skilyrðissetningu: Ég var vanur að koma ef ég gat. Ég kæmi ef ég gæti.

Lesa grein í málfarsbanka