eftir fannst í 5 gagnasöfnum

eftir eftir hádegi; langt á eftir (honum); þeir sátu eftir; eftir að þau komu

eftir atviksorð/atviksliður

með vísun til tíma(bils) sem tekur við af tilteknum tíma/tímaskeiði

ég vakti langt fram á nótt og fór seint á fætur morguninn eftir


Fara í orðabók

eftir forsetning

(um tímaafstöðu) síðar en það sem tilgreint er

ég get komið eftir kl. 5

flýta sér heim eftir ballið


Sjá 6 merkingar í orðabók

Rétt er að segja ég á eftir að gera þetta og það er eftir að gera þetta (ekki „það á eftir að gera þetta“).

Lesa grein í málfarsbanka


Notað er sagnorðið eiga þegar einhver á eftir að gera eitthvað. Þú átt eftir að gera þetta. Sögnin vera er höfð í ópersónulegri notkun: Það er eftir að gera þetta.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðasambandið (1) það sem af er/var e-u vísar til tíma sem er/var liðinn af e-u, t.d.:

Veðrið hefur verið gott það sem af er árinu;
Bandaríkin hafa staðið málþola það sem af er þessu ári og ríflega það út af sínum arfhelgu forsetakosningum (SvKr62, 116 (1952));
Það sem af er sumri hefur sólar notið óvenjulega mikið (Fálk. 20.7.1951, 1);
það sem af er þessu ári (Hagtíðindi 1.4.1924, 27);
Eiginlega hafði hann verið að yrkja allt það, sem af var vetrinum (JTrRit IV, 398);
Tíðarfar hefur verið mjög andstætt það sem af er vetrinum (Fjallk 1903, 22 (OHR));
það sem af er þessari öld (m19 (ÞjóðsJÁ1 I, 396)).

Af dæmunum má sjá að fs. af stýrir þgf.-myndinni (af er/var ári/vetri ...) og er sú mynd einhöfð í fornu máli, sbr.:

sótt kom í bæ þeirra er lítið var af vetri (ÍF IV, 214; Hsb 434 (1302-1310));
en þingheyjendur skulu eigi síðar koma til vorþings en nótt sé af þingi (Grgk I, 97 (1250));
Og er af myndi þriðjungur af nótt heyrir Grettir út dynur [vl. dunur] miklar (ÍF VII, 119).

Í nútímamáli kemur fram nýtt afbrigði (2): það sem af er/var e-s, sbr.:

Löndun erlendis ... en það sem af er þessa árs ... (Alþbl 28.10.1956, 1);
Enginn fundur hefur verið í [nefndinni] ... það sem af er vetrar (2.10.2002);
Þessi spá byggir á þróun veltu í smásöluverslun það sem af er þessa árs (2010, 3);
Hámarkshiti það sem af er sumars (heldur lélegur víðast hvar) (6.8.2014).

Þessi dæmi samræmast hvorki málvenju né reglum um fallstjórn og eru einungis kunn af ungum heimildum. Þetta þarfnast því skýringa.

Orðasambandið (3) það sem eftir er/var e-s [< það e-s sem eftir er/var] vísar einnig til tíma (‘það sem eftir lifir e-s’) og er það algengt í íslensku, t.d.:

það sem eftir var kennsluársins (f20 (HÞor 105));
Var það [líkið] síðan kyrrt það sem eftir var nætur (m19 (SkGSv 35));
og í honum [ísnum] sat hann það eftir var vetrar (Íslend. 28.9.1861, 116);
velktist eg í hafi það sem eftir var dagsins og næstu nótt (m19 (Þús I, 254)).­­­

Þessi mynd er einhöfð í fornu máli, t.d.:

fylgja sér skjótt um það er eftir var leiðarinnar (Heil I, 346 (1500));
héldu síðan allir saman, það er eftir var sumarsins (ÍF VIII, 21);
Nú reið hann það sem eftir var dagsins (Ridd IV, 278);
það sem eftir var dagsins (FN III, 409);
Sofa þau nú það er eftir var nætur (15 (Álafl 104));
heimti til sín þann litla stúf sem eftir stóð tungunnar (f13 (GNH 116)).

Niðurstaða ofanritaðs er sú að í orðasambandinu (1) það sem af er e-u er í fornu máli og fram yfir miðja 20. öld ávallt notað þgf. enda stendur það með fs. af. Í orðasambandinu (3) það sem eftir er e-s er ávallt notað eignarfall (gen. part.) og ao. eftir hefur engin áhrif á fallstjórn. Í síðari alda máli (m20. öld) má sjá tilbrigðið (2) það sem af er e-s (< það sem af er e-u) og má ætla að þar gæti áhrifa frá (3) það sem eftir er e-s.

Jón G. Friðjónsson, 13.5.2017

Lesa grein í málfarsbanka


Eitt er að ganga á eftir manni [í röð] en annað að ganga eftir e-m (með grasið í skónum) [‘dekstra e-n til að gera e-ð’], sbr. gera e-ð með eftirgangsmunum, og með sama hætti er tvennt ólíkt annars vegar að fylgja á eftir e-m [í röð] og hins vegar að fylgja e-u [góðum árangri] eftir. Þessum og hliðstæðum orðasamböndum er stundum ruglað saman í nútímamáli, t.d.: 
           
A. (Merkingarmunur: eftir og á eftir).
niðurstaðan er sú að ganga skýrar á eftir [þ.e. eftir] því hvaða einstaklingar eiga í hlut (29.3.2017);
Hlynur gekk nokkrum sinnum á eftir [þ.e. eftir] þessum greiðslum en án árangurs (18.1.2013);
þegar ég þarf að fara þá niðurlægjandi leið að ganga á eftir [þ.e. eftir] miskabótunum (22.7.2011);
Ganga hart á eftir [þ.e. eftir] skýringum foreldra [þegar bólusetningu er sleppt] (2.7.2013);
Ég hef gengið á eftir [þ.e. eftir] því að boðað yrði til fundar (25.9.2016);
Þá skoraði D. G. eftir að hafa fylgt á eftir [þ.e. eftir] aukaspyrnu sem hafnaði [hafði hafnað] í þverslánni (11.8.2016);
væntanlega mun Gylfi sjá á eftir [þ.e. eftir ‘sakna’] félaga sínum (8.1.2015); 
af því má ráða, að höggi þessu hefur verið fylgt á eftir [þ.e. eftir] með allmiklum krafti (f20 (HÞor 20));
En Konráð fylgdi fast á eftir [þ.e. eftir] að þetta yrði framgengt (m19 (PMMið 38)),

sbr.:
hlaupa eftir sögusögnum (1849) [‘gína við’]
hlaupa á eftir stráknum [röð].

Þær breytingar sem liggja hér að baki eru býsna gamlar og allflóknar og í raun eru þær hvergi nærri um garð gengnar eins og t.d. má sjá af því að í ýmsum samböndum er á reiki hvort notað er eftir eða á eftir, t.d.:
           
B. (Enginn merkingarmunur: eftir og á eftir).
reka eftir/(á eftir) e-m:
og rak hann þó mikið eftir öðrum (f20 (ThFrHák 118));
Ekki rak hann þó eftir mér við vinnuna (m20 (JóhBirk 96));
Rak hann miskunnarlaust eftir þeim sem síðbúnir urðu (m20 (JóhBirk 101));
Þegar hungrið rekur eftir er von að þeir taki best hverju því sem fyrst gefur þeim von um að geta stillt sult sinn (Norðf I, 64 (1848));
það var svo rekið eftir mér þar sem ég var (s18 (SPétLeik 69));
kannski koma M. hafi rekið á eftir honum (Vikan 22.12.1977, 29);
Eg var beðinn ... að reka á eftir honum [hrútnum] (Vorið 1.6.1952, 75).

draga e-ð eftir/á eftir sér;
ýta eftir/á eftir e-u;
raka á eftir e-m (m19 (ÞjóðsJÁ2 IV, 292);
raka eftir e-m (fm20 (EyjGMinn I, 94).

Til að gera langa sögu stutta má segja að allt hafi þetta hafist með breytingunni eftir > á eftir en elsta dæmi um hana er frá 14. öld:

kastar vindi á eftir þeim (m14 (Bisk I, 461)),

sbr. einkum þar sem á eftir stendur sem atviksorð:

Hávarður gengur á eftir og biður Helga eigi hlaupa undan [‘á undan’] sér (s15 (Gísl29, 61)).

Sú breyting er naumast um garð gengin fyrr en á 18. öld, þá einkum í andstæðunni á eftir – á undan, þ.e.:

fara eftir e-m [röð] fara fyrir e-m >
fara á eftir e-m [röð] fara á undan e-m

Gamla kerfið og nýja skarast, þau eru notuð samhliða um langt skeið, sbr. eftirfarandi dæmi:
           
[Gamla kerfið]: Hvar fjandinn ríður fyrir, fylgir ei gott eftir (s17 (GÓl 1653)).
[Nýja kerfið]: ríður komumaður svo á undan en kaupamaður á eftir (m19 (ÞjóðsJÁ II, 188)).

Önnur afleiðing breytingarinnar eftir > á eftir er sú að stundum er ruglað saman tímamerkingu (eftir mig) og staðarmerkingu (á eftir mér), sbr. eftirfarandi dæmi:

á eftir logninu [þ.e. ‘eftir lognið’] kemur stormur sem nær hámarki, lýkur og skellur síðan á aftur (f21 (FRafn 189));
Lognið á eftir storminum [þ.e. eftir storminn] (Frbl 8.10.12);
Allt sem gerist á eftir þessu [þ.e. eftir þetta] er bara bónus (Mbl 23.5.12);
strax á eftir fréttum [þ.e. ‘eftir fréttir’] (14.9.2015);
ef einhver kemur heim til mín á eftir messunni [þ.e. eftir messuna] (Kirkjur 1.1.1940, 393);
Á eftir messunni [þ.e. eftir messuna] var að jafnaði nokkurs konar mannfundur (Hlín 1.1.1942, 75).

Þessi óvissa um merkingu á rætur sínar í breytingum á kerfinu og í sumum tilvikum virðist hvor tveggja vísunin (tími eða staður) koma til greina, sbr.:

en sá sem kemur eftir mig (Matt 3, 11 (1981/2007));
en sá er mér máttkari sem kemur á eftir mér (Matt 3, 11 (1912));
en sá sem eftir mig kemur er mér svo miklu meiri (1866);
sá eftir mig kemur er mér svo miklu meiri (Matt 3, 11 (Við));
en sá eftir mig kemur er mér sterkari (Matt 3, 11 (OG/GÞ));
en sá er mér sterkri sem eftir mig man koma (Matt 3, 11 (Pst 885 (1350))).

Eins og sjá má er fsl. eftir mig notaður í öllum útgáfum Biblíunnar sem vísað er til hér að ofan nema í útgáfunni frá 1912, þar stendur á eftir mér. Hver er munurinn? Hann er sá að eftir mig vísar til tíma en á eftir mér til staðar (í röð), og getur hvort tveggja átt við í ofangreindu dæmi að breyttu breytanda. Svo vill til að þegar á 13. öld (í Páls sögu postula og víðar) má sjá hatta fyrir óvissu af þessum toga, sbr.:

hann sem kemur eftir mig (Jóh 1, 27 (1912; 1981; 2007));
en sá mun eftir [‘á eftir’] mér koma er eg em ei verður að leysa skúa af honum (Jóh 1, 27 (Pst 218 (1225-1250))).

Til gamans má nefna að á Tune-steininum norska er frumnorræn rúnarista frá því um 400 en á hana er rist (sbr. Wolfgang Krause (1966)) (endurritun ónákvæm):

ek WiwaR after Woduride ... [Fnorr. Ek Vír eftir Óðríði [‘hinum óða reiðmanni’] ... worahto [‘orta, gerði’]]

Orðmyndin Woduride er þgf.et. og kemur það nokkuð á óvart, fremur hefði mátt búast við þolfalli með vísun til tíma en þágufalli með vísun til staðar/raðar, þ.e.:

Rúnameistarinn risti eftir hann fremur en Rúnameistarinn risti eftir honum.

Getur það verið hér sé sama óvissa á ferð (eftir mig vs. á eftir mér) og vikið var að hér að ofan? 

Jón G. Friðjónsson, 1.7.2017

Lesa grein í málfarsbanka

eftir
[Bílorð]
samheiti auka
[skilgreining] Enska orðið vísar til þess þegar einhver hlutur eða virkni verður fyrir tilverknað „primary“ áhrifa
[enska] Secondary

eftir, †eptir, †ept fs., ao. ‘næst (í röð) í tíma eða rúmi; síðar’; sbr. fær. eftir, nno. efter, etter, d. efter. Sk. aftur (s.þ.) og eftri. Físl. ept (sbr. d. rúnar. aft, ift, æft) er vísast blendingsmynd úr aft og eftir. Sjá af, at (4) og aftur.