eftir fannst í 5 gagnasöfnum

eftir eftir hádegi; langt á eftir (honum); þeir sátu eftir; eftir að þau komu

eftir atviksorð/atviksliður

með vísun til tíma(bils) sem tekur við af tilteknum tíma/tímaskeiði

ég vakti langt fram á nótt og fór seint á fætur morguninn eftir


Fara í orðabók

eftir forsetning

(um tímaafstöðu) síðar en það sem tilgreint er

ég get komið eftir kl. 5

flýta sér heim eftir ballið


Sjá 6 merkingar í orðabók

Rétt er að segja ég á eftir að gera þetta og það er eftir að gera þetta (ekki „það á eftir að gera þetta“).

Lesa grein í málfarsbanka


Notað er sagnorðið eiga þegar einhver á eftir að gera eitthvað. Þú átt eftir að gera þetta. Sögnin vera er höfð í ópersónulegri notkun: Það er eftir að gera þetta.

Lesa grein í málfarsbanka


Eitt er að ganga á eftir manni [í röð] en annað að ganga eftir e-m (með grasið í skónum) [‘dekstra e-n til að gera e-ð’], sbr. gera e-ð með eftirgangsmunum, og með sama hætti er tvennt ólíkt annars vegar að fylgja á eftir e-m [í röð] og hins vegar að fylgja e-u [góðum árangri] eftir. Þessum og hliðstæðum orðasamböndum er stundum ruglað saman í nútímamáli, t.d.: 
           
A. (Merkingarmunur: eftir og á eftir).
niðurstaðan er sú að ganga skýrar á eftir [þ.e. eftir] því hvaða einstaklingar eiga í hlut (29.3.2017);
Hlynur gekk nokkrum sinnum á eftir [þ.e. eftir] þessum greiðslum en án árangurs (18.1.2013);
þegar ég þarf að fara þá niðurlægjandi leið að ganga á eftir [þ.e. eftir] miskabótunum (22.7.2011);
Ganga hart á eftir [þ.e. eftir] skýringum foreldra [þegar bólusetningu er sleppt] (2.7.2013);
Ég hef gengið á eftir [þ.e. eftir] því að boðað yrði til fundar (25.9.2016);
Þá skoraði D. G. eftir að hafa fylgt á eftir [þ.e. eftir] aukaspyrnu sem hafnaði [hafði hafnað] í þverslánni (11.8.2016);
væntanlega mun Gylfi sjá á eftir [þ.e. eftir ‘sakna’] félaga sínum (8.1.2015); 
af því má ráða, að höggi þessu hefur verið fylgt á eftir [þ.e. eftir] með allmiklum krafti (f20 (HÞor 20));
En Konráð fylgdi fast á eftir [þ.e. eftir] að þetta yrði framgengt (m19 (PMMið 38)),

sbr.:
hlaupa eftir sögusögnum (1849) [‘gína við’]
hlaupa á eftir stráknum [röð].

Þær breytingar sem liggja hér að baki eru býsna gamlar og allflóknar og í raun eru þær hvergi nærri um garð gengnar eins og t.d. má sjá af því að í ýmsum samböndum er á reiki hvort notað er eftir eða á eftir, t.d.:
           
B. (Enginn merkingarmunur: eftir og á eftir).
reka eftir/(á eftir) e-m:
og rak hann þó mikið eftir öðrum (f20 (ThFrHák 118));
Ekki rak hann þó eftir mér við vinnuna (m20 (JóhBirk 96));
Rak hann miskunnarlaust eftir þeim sem síðbúnir urðu (m20 (JóhBirk 101));
Þegar hungrið rekur eftir er von að þeir taki best hverju því sem fyrst gefur þeim von um að geta stillt sult sinn (Norðf I, 64 (1848));
það var svo rekið eftir mér þar sem ég var (s18 (SPétLeik 69));
kannski koma M. hafi rekið á eftir honum (Vikan 22.12.1977, 29);
Eg var beðinn ... að reka á eftir honum [hrútnum] (Vorið 1.6.1952, 75).

draga e-ð eftir/á eftir sér;
ýta eftir/á eftir e-u;
raka á eftir e-m (m19 (ÞjóðsJÁ2 IV, 292);
raka eftir e-m (fm20 (EyjGMinn I, 94).

Til að gera langa sögu stutta má segja að allt hafi þetta hafist með breytingunni eftir > á eftir en elsta dæmi um hana er frá 14. öld:

kastar vindi á eftir þeim (m14 (Bisk I, 461)),

sbr. einkum þar sem á eftir stendur sem atviksorð:

Hávarður gengur á eftir og biður Helga eigi hlaupa undan [‘á undan’] sér (s15 (Gísl29, 61)).

Sú breyting er naumast um garð gengin fyrr en á 18. öld, þá einkum í andstæðunni á eftir – á undan, þ.e.:

fara eftir e-m [röð] fara fyrir e-m >
fara á eftir e-m [röð] fara á undan e-m

Gamla kerfið og nýja skarast, þau eru notuð samhliða um langt skeið, sbr. eftirfarandi dæmi:
           
[Gamla kerfið]: Hvar fjandinn ríður fyrir, fylgir ei gott eftir (s17 (GÓl 1653)).
[Nýja kerfið]: ríður komumaður svo á undan en kaupamaður á eftir (m19 (ÞjóðsJÁ II, 188)).

Önnur afleiðing breytingarinnar eftir > á eftir er sú að stundum er ruglað saman tímamerkingu (eftir mig) og staðarmerkingu (á eftir mér), sbr. eftirfarandi dæmi:

á eftir logninu [þ.e. ‘eftir lognið’] kemur stormur sem nær hámarki, lýkur og skellur síðan á aftur (f21 (FRafn 189));
Lognið á eftir storminum [þ.e. eftir storminn] (Frbl 8.10.12);
Allt sem gerist á eftir þessu [þ.e. eftir þetta] er bara bónus (Mbl 23.5.12);
strax á eftir fréttum [þ.e. ‘eftir fréttir’] (14.9.2015);
ef einhver kemur heim til mín á eftir messunni [þ.e. eftir messuna] (Kirkjur 1.1.1940, 393);
Á eftir messunni [þ.e. eftir messuna] var að jafnaði nokkurs konar mannfundur (Hlín 1.1.1942, 75).

Þessi óvissa um merkingu á rætur sínar í breytingum á kerfinu og í sumum tilvikum virðist hvor tveggja vísunin (tími eða staður) koma til greina, sbr.:

en sá sem kemur eftir mig (Matt 3, 11 (1981/2007));
en sá er mér máttkari sem kemur á eftir mér (Matt 3, 11 (1912));
en sá sem eftir mig kemur er mér svo miklu meiri (1866);
sá eftir mig kemur er mér svo miklu meiri (Matt 3, 11 (Við));
en sá eftir mig kemur er mér sterkari (Matt 3, 11 (OG/GÞ));
en sá er mér sterkri sem eftir mig man koma (Matt 3, 11 (Pst 885 (1350))).

Eins og sjá má er fsl. eftir mig notaður í öllum útgáfum Biblíunnar sem vísað er til hér að ofan nema í útgáfunni frá 1912, þar stendur á eftir mér. Hver er munurinn? Hann er sá að eftir mig vísar til tíma en á eftir mér til staðar (í röð), og getur hvort tveggja átt við í ofangreindu dæmi að breyttu breytanda. Svo vill til að þegar á 13. öld (í Páls sögu postula og víðar) má sjá hatta fyrir óvissu af þessum toga, sbr.:

hann sem kemur eftir mig (Jóh 1, 27 (1912; 1981; 2007));
en sá mun eftir [‘á eftir’] mér koma er eg em ei verður að leysa skúa af honum (Jóh 1, 27 (Pst 218 (1225–1250))).

Til gamans má nefna að á Tune-steininum norska er frumnorræn rúnarista frá því um 400 en á hana er rist (sbr. Wolfgang Krause (1966)) (endurritun ónákvæm):

ek WiwaR after Woduride ... [Fnorr. Ek Vír eftir Óðríði [‘hinum óða reiðmanni’] ... worahto [‘orta, gerði’]]

Orðmyndin Woduride er þgf.et. og kemur það nokkuð á óvart, fremur hefði mátt búast við þolfalli með vísun til tíma en þágufalli með vísun til staðar/raðar, þ.e.:

Rúnameistarinn risti eftir hann fremur en Rúnameistarinn risti eftir honum.

Getur það verið hér sé sama óvissa á ferð (eftir mig vs. á eftir mér) og vikið var að hér að ofan? 

Jón G. Friðjónsson, 1.7.2017

Lesa grein í málfarsbanka

eftir
[Bílorð]
samheiti auka
[skilgreining] Enska orðið vísar til þess þegar einhver hlutur eða virkni verður fyrir tilverknað „primary“ áhrifa
[enska] Secondary

eftir, †eptir, †ept fs., ao. ‘næst (í röð) í tíma eða rúmi; síðar’; sbr. fær. eftir, nno. efter, etter, d. efter. Sk. aftur (s.þ.) og eftri. Físl. ept (sbr. d. rúnar. aft, ift, æft) er vísast blendingsmynd úr aft og eftir. Sjá af, at (4) og aftur.