ei fannst í 5 gagnasöfnum

ei ei að síður

ei atviksorð/atviksliður
hátíðlegt / skáldamál

ekki

þrátta ei við þann sem er ríkari þér


Fara í orðabók

Smáorðið ei er atviksorð.

Lesa grein í málfarsbanka


Þess eru allmörg dæmi að neitun í aðalsetningu fylgi neitun í aukasetningu sem gæti virst óþörf, sbr. eftirfarandi dæmi:

Þórdís gat þá ekki stillt sig um að hlæja ekki upp úr en kreisti þó niður í sér hláturinn með hósta (JThSk II, 197);
var ei uggvænt ég féllist ei á sömu kreddu lengi vel fram eftir (s18 (JSt 152)).

Sama á við um ýmsar sagnir sem eru ‘neikvæðrar merkingar’ án beinnar neitunar, t.d.:

oft mátti litlu muna, að ekki hvolfdi (f20 (HÞor 102));
þó þeir hafi varað hann við að gjöra það ekki (ÞjóðsJÁ2 III, 69);
hann varaði hann við að gjöra slíkt ei oftar (17 (Munn 4)),

sbr. einnig:

ég átti bágt með að stilla mig um að stela því [ekki] (f20 (VSVKald 88)).

Mig minnir að ég hafi heyrt það í skóla að síðari neitunina í slíkum dæmum mætti rekja til áhrifa frá dönsku (mon ikke). Í Nýja testamenti Odds (1540) eru slík dæmi t.d. án neitunar:

Hversu oft hefi eg viljað saman safna sonum þínum ... (Lúk 13, 34 (OG)).

Samsvarandi dæmi í Viðeyjarbiblíu (1841), Reykjavíkurbiblíu (1859) og Lundúnabiblíu (1866) hljóma vel í eyrum og eru með neitun:

hversu oft hefi eg ekki viljað samansafna börnum þínum ... (Lúk 13, 34 (Við; 1859; 1866)).

Í síðari Biblíuútgáfum er neitunin felld brott:

hversu oft hefi eg viljað saman safna börnum þínum (1912).

Hugmyndir um dönsk áhrif hljóta að teljast hæpnar því að í fornu máli má finna fjölmörg dæmi um tvöfalda neitun, t.d.:

einn er sá hlutur að eg vil vara ykkur við að þið farið eigi í skóg þann er (FærÓlH 27);
fannst fólkinu svo mikið um [orð og gjörðir Jóhannesar skírara] að á tveim tungum lék, hvort hann mundi eigi Kristur vera (Pst 885);
og var eigi traust [‘ekki laust við’] að hann styngi eigi hest Atla af takinu (ÍF VII, 99 (1500)),

sbr. enn fremur:

en viðvörunarvert, ef slíkir atburðir verða, að stinga eigi af stokki við þá, er svo nær standa (ÍF XII, 274).

Fornmálsdæmin fjögur tala sínu máli. Í þremur hinum fyrstu virðist koma til greina að fella brott neitunina en ekki í hinu síðasta.

Jón G. Friðjónsson, 12.12.2015

Lesa grein í málfarsbanka

1 ei ao. † ‘ávallt, ætíð’, áherslulaus mynd af ey ‘alltaf’; sk. æ (2) og ævi.


2 ei ‘ekki’. Sjá eigi.