eisustraumur fannst í 1 gagnasafni

2 eisa s. ‘geysast, æða áfram’; eisa kv., eisustraumur k. ‘sterkur straumur, öflugt sjávarfall’. Sýnist ekki eiga sér beina samsvörun í grannmálunum, en sbr. fe. of-ost, fsax. ob-ast ‘flýtir, ákafi’ (< *oƀ-aist-). Líkl. sk. lat. īra ‘reiði’ (< *eizā), gr. oĩstros ‘æði’, fi. í̄ṣate ‘skundar’, lith. aistrà ‘ástríða’ (af ie. rót *eis-, *ois- ‘geisa, skunda’). Sumir telja að eisa ‘geisa’ sé sk. eisa (1), en það er ólíklegt. Vafasamt er hvort þjóðflokkaheitin Istvaeones og Eist(u)r (s.þ.) eru af þessum toga. Sjá eisill, eiskra, Eistla og ísarn.