elfr fannst í 1 gagnasafni

1 elfa, elfur, †elfr kv. ‘á, fljót’; sbr. fær. elvur, nno. elv, sæ. älv, d. elv (s.m.); fe. Ielf, Ælf, mhþ. Elbe árheiti; mlþ. elve ‘árfarvegur’; sbr. ennfremur lat. Albis, gr. Albis árheiti. Oftast talið sk. lat. albus, gr. alphós ‘hvítur’, sbr. Hvítár-nöfnin íslensku, og gæti nafngiftin þá t.d. sérstaklega átt við jökulvötn eða straumstríðar, hvítfyssandi ár. En þess hefur einnig verið getið til að upphafl. merk. orðsins væri djúpur farvegur, skorningur í landslagi (R. Ekblom 1939), sbr. sæ. máll. älv ‘niðurgrafinn, djúpur árfarvegur’, älve ‘brattur fljótsbakki’, mlþ. elve ‘árfarvegur’; sbr. lat. Alpēs (fjallgarðsheiti) < keltn. alb, af ie. *al-bh- sk. *al-dh- í alda. Vafasamt. Sjá álfur (1) og álft; ath. Ölfus.