elgviðnir fannst í 1 gagnasafni

2 elgur k. ‘dýr af hjartarætt’; sbr. fær. elgur, nno. og d. elg, sæ. älg, fe. eolh, eola, fhþ. el(a)ho (hljsk.) s.m.; sbr. lat. (germ.) alcēs, rússn. losь (s.m.), fi. ŕ̥śya-ḥ ‘antilópubukkur’. Sk. gr. ellós ‘hjartarkálfur’, élaphos ‘hjörtur’, fsl. jelenĭ (s.m.), lith. élnis ‘elgur’, tokk. A yäl ‘antilópa’. Almennt er talið að dýranöfn þessi eigi í öndverðu við litinn og séu sk. fhþ. elo ‘gulur’, sbr. viðarheiti eins og elri og jölstur. Osthoff (1901) hugði hinsvegar að þau væru dregin af ie. rót *el- ‘horn’, og ætti það vel við merkinguna, en vafi um tilvist slíkrar rótar. Af elgsnafni er leitt elgfróði k. einsk. blendingsvera, maður að ofan en í elgsham að neðan. (Sumir ætla og að elg(u)r hafi verið frnorr. heiti á ʀ-rúninni, sbr. fe. eolhs og gotn. ezec. Óvíst). Ath. Elgiset(u)r og elg(u)r (1). Í þulum kemur fyrir bjarnarheitið elgviðnir (v.l. elviðnir) og óvíst hvernig skýra skal; e.t.v. ‘sá sem á sér ból í elgjaskóginum’.