eljarr fannst í 1 gagnasafni

1 elja kv. ‘frilla, hjákona; kona sem keppir við aðra konu um ást eða hylli karlmanns’; sbr. fær. eljustríð ‘afbrýði’ og finn. to. aljo ‘hóra’; sbr. og mholl. elle ‘friðill, frilla’, fhþ. ellio ‘friðill’, ella ‘hjákona’. (E.t.v. er fær. elja ‘þunnildi’ s.o., sbr. ísl. drós (s.þ.) um þunnildisstykkið). Líkl. sk. gotn. aljis ‘annar’ og lat. alius og gr. állos (s.m.); sbr. ella (1) og ellegar. Aðrir ætla að orðið sé sömu ættar og elja (2). Ólíklegra. Af elja er líkl. leitt eljarr k. † ‘óvild’ og elji k. og eljari k. ‘ákafi, ofsi; keppinautur, meðbiðill’; sbr. eljaraglettur kv.ft. ‘væringar’.