elskr fannst í 1 gagnasafni

elska s. ‘unna, þykja vænt um’: e. að e-m † ‘gefa sig mjög að e-m’; elska kv. ‘ást’. Sbr. fær. og nno. elska s. ‘unna’, sæ. älska, d. elske (s.m.). Orðið á sér ekki samsvörun í öðrum germ. málum, og virðist norr. nýmyndun af lo. elsk(u)r ‘vinveittur, hændur að; kær’, líkl. < *aliska-ʀ, af so. ala, eiginl. ‘sem alinn er upp eða elst upp með e-m’; sbr. d. opelske ‘ala upp’ og elske på dyr ‘ala upp dýr’. Aðrir hafa tengt so. elska við elja (2) og eljun eða þá við losti og lat. lascīvus ‘léttúðugur, lostafullur’. Vafasamt.