en fannst í 4 gagnasöfnum

en en fallegt!; en sú ósvífni!; hann er minni en þú (sjá § 12.7 í Ritreglum)

en samtenging

samtenging, tengir saman hliðskipaðar setningar eða liði, felur oft í sér eitthvað gagnstætt væntingum, eða að eitthvað sé ólíkt með þem liðum sem eru tengdir

hún sagði eitthvað en ég heyrði það ekki

hann er orðinn eldri en líka mjög virðulegur

kvöldið var svalt en fagurt


Sjá 3 merkingar í orðabók

en samtenging

samanburðartenging, tengir saman tvo liði í samanburði, felur í sér einhvers konar ójöfnuð, oft er miðstig af lýsingarorði eða atviksorði í fyrri liðnum

hann er eldri en hún

ferðataskan þín er þyngri en mín

henni líður betur núna en í gær

vegalengdin var lengri en ég hélt

hún veit meira um þetta en hann


Fara í orðabók

1 en, †an st. (sbst.) ‘heldur en’; sbr. fær. enn, nno. en, fsæ. og nsæ. än, fd. æn, nd. end (á frnorr. rúnar. þan). Sbr. fe. ðon(ne), ðænne (ne. than), fhþ. dan(n)a (nhþ. dann, denn), gotn. þana. St. en, an, sem hefur misst þ í framstöðu líkt og almenna undirtengingin , at, er leidd af fn.-stofninum , þat og merkti upphafl. ‘svo, síðan’: þú ert stærri en hann, eiginl. ‘þú ert stærri, svo (kemur) hann’.


2 en, †enn st., aðaltenging (gst.); sbr. fær. og nno. enn (d. rúnar. jan, an), fe. og ne. and ‘og’, fsax. endi, fhþ. anti, enti, unti, nhþ. und (s.m.). Líkl. sk. fi. átha ‘síðan, svo’, fpers. ada ‘sömuleiðis’, lith. iñt ‘eftir’; e.t.v. af sömu rót og fs. í (< *in < *eni).


3 en, †in st. með mst.: en meirr, in meirr ɔ því meir, eiginl. gamalt tólfall af þat; (< *þana), sbr. gotn. þana mais og fe. þon mā ‘því meir, þaðan af meira’. Sjá en (1). Síðar hefur ao. enn ‘ennþá’ komið þarna í staðinn: enn meir, ennþá meir. Sjá enn (1).