erendi fannst í 1 gagnasafni

erendi h. Sjá erindi.


erindi, erendi, †ørendi, †eyrendi h. ‘boðskapur, skilaboð; verkefni, hlutverk; málaleitan; fyrirlestur; vísa (í kvæði)’; sbr. fær. ørindi, nno. ærend, sæ. ärende, d. ærende; sbr. fe. ǣrende ‘boðskapur, sýslan’, fsax. ārundi, fhþ. ārende, ārunti ‘boðskapur, verkefni, umboðsstarf’. Uppruni óviss og hljóðfræðileg vandkvæði á að koma norr. og vgerm. orðmyndunum heim og saman; fhþ. og fsax. myndirnar eru stundum taldar to. úr fe., en það leysir þó ekki vandann. Orðið hefur verið talið sk. ísl. ár (1) og gotn. airus ‘sendiboði’, merkingin hæfði vel en hljóðfræðileg tormerki á skýringunni. Þá hefur það verið tengt ísl. lo. ör(r) og fi. árvant- ‘skjótur, skundandi’. Og loks hefur T. Johannisson (1941) getið þess til að erendi, ørendi væri < *uzanðia-, myndað af forsk. *uz- og *anðia- sk. anna (1), inna og önn (2) og er það ekki fráleitt. Sjá örendi (1) og örna.