erki fannst í 1 gagnasafni

erki- forliður í erkibiskup, erkistóll, erkibófi o.fl.; sbr. fær. erki-, nno. erke-, sæ. ärke-, d. ærke-. To. úr fe. ærce-(biscop) < lat. archi-, gr. arkhi-, eiginl. ‘hinn fremsti’, sbr. gr. árkhō ‘vera í forystu’. Í sumum samsetn. er erki- líkl. yngra to. úr d. ærke-.