eyðla fannst í 1 gagnasafni

eðla, †øðla, †eyðla kv. ‘dýr af ættbálki skriðdýra’; sbr. nno. ødle, øle, ele, eile kv., fno. øydla, sæ. ödla, fsæ. ödhla, ydhla, d. øgle, fd. ød(e)le. Uppruni ekki fullljós; oftast talið af ie. rót *aidh-, *idh- ‘brenna’ í eisa (1) og eldur; < *aiðilōn, *aiðulōn (eða *iðalōn); sbr. gr. aithalíōn ‘sótbrúnn’, af aithálē ‘sót’, af aíthō ‘brenn’, sbr. fe. ād ‘glóð, bálköstur’, nno. og sæ. id ‘ljósleit (vatna)karfategund’. Aðrir hafa tengt orðið við þ. eidechse ‘sandeðla’, fsax. ewithissa, mlþ. egidesse, sk. gr. óphis, fi. áhi-s ‘slanga’; eðla þá < *agwiþilōn. Vafasamt.


eyðla kv. ‘skriðdýrategund’. Sjá eðla.