eyfa fannst í 1 gagnasafni

1 eyfa s. (17. öld) ‘hrista upp, ýfa’; sbr. nno. øyva ‘bólgna út, þrútna; sjóða út úr’, øyven ‘rogginn, montinn’; < *aufian sk. of (3), úfinn og yfir, sbr. fír. ós, úas ‘uppi, yfir’ (< *oup-su). Sjá eyfa (2), eyfi, eypska og yfjar.


2 eyfa s. (nísl.) ‘leifa, vera eftir’: það eyfir eftir af e-u ɔ eimir eftir, finnast e-ar leifar eða menjar. Stofnsérhljóð óvíst og uppruni óljós. Gæti átt skylt við eyfa (1), en hefur a.m.k. sætt áhrifum frá eyvið; s.þ. og eyfi.