eyzla fannst í 1 gagnasafni

eyða kv. ‘auður kafli; auð jörð; †eyðing, eyðilegging’; eyða s. ‘leggja í eyði; spilla; sóa’. Sbr. fær. oyða, nno. øyda, sæ. öda, d. øde, fe. íeðan, fhþ. ōdjan, ōdan; eyði h. ‘auðn’, sbr. fær. oyði, nno. øyde, sæ. öde, d. øde og lo. eins og fe. íeðe, fhþ. ōdi og gotn. auþeis ‘auður’; eyðsla, †eyzla kv. ‘eyðing, sóun’, sbr. nno. øydsle kv. ‘sóun’, fær. oyðsla ‘óráðsíubelgur’, sæ. máll. ösla ‘eyðslukló’ (< *auþisl-). Sjá auður (3).